Ég átti einmitt líka gamlan bimma, hann var varla að meika þetta á vetrardekkjum, svo er maður að vísu kominn á aðeins dýrari bimma núna, á eftir að sjá hvernig hann höndlar veturinn hérna, en mín reynsla er sú að afturhjóladrifnir bílar þurfa nagladekk, sérstaklega þessar “beljur” eins og t.d. benz og bmw. Það er nú nógu dýrt að reka þessa bensínháka fyrir þó maður þurfi ekki að punga út auka penging fyrir einhver helvítis nagladekk sem eru hreinlega bara öryggisatriði í svoleiðis bílum. Fólk getur síðan bara sjálft ákveðið hvort því finnist vera þörf á nagladekkjum undir bílinn sinn, ávinningurinn af því að fá sér ekki nagladekk ætti að vera minni bensíneyðsla (og vonandi lægra útsvar :)).
Keple