Mér fannst vanta ákaflega mikilvægan valkost í könnunina sem er nú í gangi. Til viðbótar við aðra valkosti hefði átt að vera einn eða fleiri valkostir þess efnis að maður væri hlyntur hraðalæsingu á bílum að því gefnu að hægt væri að slökkva á henni.

Það eru ýmis kerfi í þróun og sum betri en önnur og örugglega hægt að nota mörg til að fylgjast með hraða allra. Hvort og hvernig það er notað skiptir einnig máli.