v-tec er stór sniðugur búnaður sem er hálf eyðilagður til að fá svona kikk úr honum svipað og þegar túrbína kemur inn. v-tec stillir einfaldlega ventlana fyrir þann snúning sem mótorinn er á þá og þá stundina, því að ekki er hægt að stylla þá til að virka 100% á öllu snúningssviðinu (heyrist best í gömlum áttum sem búið er að setja “heita ása” í en þeir eru gerðir fyrir það mikinn snúning að bíllinn gengur eins og trunta). En v-tec er styllt þannig að það byrji ekki að virka fyrr en vissum snúningi er náð bara til þess að menn finni þetta kikk sem það gefur. allt hitt sem var nefnt er sambærilegur búnaður sem heitir bara öðrum nöfnum sökum einkaleifa, sem dæmi má nefna VVTI búnaðinn frá toyota en hann virkar eins og v-tec bara á öllu snúningssviðinu, allt frá því mótorinn er settur í gang og þar til að hann slær út á of miklum snúningi.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“