Er að spá í að fara selja MMC Carisma sem ég á, vildi fá smá álit á því hvernig þið haldið að svona bíll mundi vera í sölu:
MMC Carisma
1999 árg.
Ekinn 78 þúsund
Sjálfskiptur, framhjóladrifinn, hiti í sætum, álfelgur. Sér lítið sem ekki neitt á honum að innan (nánast bara nýr þar), mjög vel farinn að utan miðað við aldur (smá rispur hér og þar, ekkert sem er áberandi). Ný tímareim í honum.
4 nagladekk (glæ ný)
4 sumardekk (lítið keyrð)
Eini gallinn sem ég get fundið við hann er það að það er bara segulband í honum, annars eru fínar græjur miðað við original græjur.