já, þarna er ég sammála þér í flestum málum. hinsvegar efa ég stórlega að þó að maður sé hálfblindur og valdi slysi eða óhappi (held að óhöpp væru mun algengari hjá þessum) þá sé þess getið í skírslu. síðast þegar ég fór á heilsugæslu (til að fá vottorð fyrir því að þó ég nota gleraugu dags daglega þurfi ég ekki að hafa þau undir stýri) þá lá frammi bæklingur um eldra fólk í umferðinni og veistu, þar kom bara fram svart á hvítu að kenning mín væri rétt, gamalt fólk þykist oftar en ekki vera mikið betri ökumenn en hinir ungu sökum reinslu, en taka ekki inn í dæmið þá hrörnun á sjón og viðbrögðum sem að eru alþekkt hjá eldra fólki. þarna var fólki bent á að senda gamla fólkið sitt (foreldra o.þ.h.) í læknisskoðun til að athuga hvort að viðkomandi sé hreinlega fær um að aka um í umferðinni…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“