Á Íslandi er starfandi fornbílaklúbbur sem ber heitið Fornbílaklúbbur Íslands. Félagar í honum taka regluglega rúnta um Reykjavík og nágrenni á sumrin og taka hinn fræga 17. Júní rúnt sem endar venjulega niðri á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, þar standa bílarnir yfirleitt til sýningar meirihluta dagsins. Allir þessir bílar eru í einka eigu nema gamli slökkvibíllinn og kranabíllinn sem að Fornbílaklúbburinn á svo að það er yfirleitt ekki hægt að fara að skoða þá alla á einum stað nema þegar sérstakir atburðir eru. Mæli með því að þú farir á www.fornbill.is og fylgist með dagskránni hjá þeim næsta sumar ef að þú villt fara að skoða þá, flestir eigendurnir eru ekki bara áhugasamir um gamla bíla heldur líka pínu athyglissjúkir svo að þeim finnst mjög gaman að sjá fólk skoða bílana þeirra og mjög gaman að svara spurningum svo að maður á bara að vera óhræddur við að spyrja.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“