Ég hef keyrt á loftbóludekkjum síðustu 5 vetur, án nokkurru vandræða. Ég keyri reyndar mest innan bæjar í rvk. Á þessum tíma, fór ég samt meðal annars vestur í Bolungarvík í desember (já vegirnir fyrir vestan voru allir ísaðir).
Einnig fer ég reglulega austur fyrir fjall, og það hefur ekki verið neitt vandamál, þó svo að snjór/ís hafi verið á vegunum.
Vissulega þá þarf maður að tjöruhreinsa dekkin reglulega, en það er nú með öll dekk.
Svo reynsla mín af loftbóludekkjum er bara góð. Ég reyndar keypti mér keðjur til að nota, ef ég lenti í vandræðum, en ég hef ekki enn þurft að taka þær úr skottinu.
Kveðja habe.