Malbikssérfræðingurinn Gilles Panizzi á Peugeot sigraði í San Remo rallinu en Peugeot hafði ótrúlega yfirburði í rallinu.
Það er óhætt að segja að Markko Martin á Subaru hafi unnið tilþrifaverðlaunin í þessu ralli en hann er eflaust ekkert alltof ánægður með það. Hann keyrði á vegkant á sérleið 15 og við það tókst Imprezan hans á loft og lenti á þakinu og rann þannig eina 50 metra áfram eftir veginum. Bíllinn stöðvaðist að lokum utanvegar ca 20 metra frá veginum en Martin og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Stuttu áður hafði Tommy Makinen einnig keyrt á vegkant og klipp eitt hjólið undan nýja WRC Lancernum sínum.
Lokastöðuna má td nálgast á www.rally-live.com
WRC kubbur hefur verið uppfærður í samræmi við lokastöðuna