Ökukennari..
Jæja.
Ég er að læra á bíl og stefni að því að vera kominn með bílpróf fyrir nóv.
Ökukennarinn minn er mjög strangur gæi. Ég hafði keyrt slatta mikið áður en ég fór í ökutíma til hans (uppí sveit) svo ég hafði eiginlega allt á hreinu.
Ég er búinn að keyra nánast óaðfinnanlega í síðast liðnum ökutímum. Hann er að rukka slatta fyrir
ökutímann (yfir 4000.kr).
En málið er… að ég veit um marga sem hafa kannski einhverja reynslu af beinskiptum bílum áður en þeir fara í ökutíma og þurfa þá t.d að taka 6-8 tíma áður en þeir fá ökuréttindi.
Kennarinn minn er mjög svo “by the book” að hann vill að ég taki líklegast fyrst 10 tíma til að fá æfingarleyfi og svo líklega eitthvað meira eftir það.
Ég veit alveg að það er hann sem á að meta hvernig ég keyri en ekki ég sjálfur blablabla. Ég veit bara sjálfur að ég þarf ekki 10+ ökutíma.
Ég get vanist umferðinni/umferðarmerkjum með æfingarleyfinu. Annars er maður búinn að vera í umferð síðan maður fæddist.
Spurningin er.. Veit einhver um annan ökukennara sem er ekki svona strangur og by the book.
Tými varla að borga 100þ kall fyrir eitthvað sem mér gagnast ekkert á. Þekki mörg dæmi þar sem ökukennarar blóðmjólka kúnann.
Í mjög stuttu máli:
Veit einhver um ökukennara sem lætur mig ekki taka alla tímana.
Leggið ykkur í mín spor.. Hvað mynduð þið gera?
P.s hvað er svona meðal verð á ökukennara. Hvað voruð þið að taka marga tíma og borga hvað mikið.?
Takk takk