Já sælir.
Málið er að ég þurfti að skutla einhverju fullu liði af djamminu núna á laugardaginn heim og var að fara yfir ljós sem voru að breytast yfir í gul og ég ákveð að bruna yfir og ég er ekki viss hvort ég fór yfir á rauðu en allaveganna 5mín seinna er ég stoppaður af löggubíl.
Lögreglan biður mig um að koma með sér yfir í bílinn og ég geri það og þá segir löggan að ég hafi farið yfir á rauðu ljósi og eitthvað bull.
Svo fara löggurnar að leita að vettvangsskýrslu í bílnum sínum og eru ekki að finna neina svona skýrslu og fara í talstöðina að biðja aðra bíla um að koma með skýrslu til þeirra en þá er einhver líkamsárás í gangi einhverstaðar svo þeir fá enga skýrslu og bið þá bara um að gefa mér einn séns. Svo eftir langan tíma eru þeir enn að biðja aðra bíla um að koma með skýrslu til þeirra en enginn svarar svo að gæinn tekur upp venjulegt blað og blýant og tekur niður nafnið mitt, kt, heimilisfang og gsm númerið og segir svo við mig “Ekki láta þetta gerast aftur” og hleypa mér út. Ég þurfti ekki að kvitta á neitt.
Núna veit ég ekki hvort ég fái sekt senda heim eða ekki, hvernig virkar það, þarf ég ekki að kvitta undir brotið til að það sé gilt?