Góða kvöldið.
Á þessum ekkert of góða mánudegi vildi svo til að ég fór á verkstæði nítro/bílanaust og rak þar augun í tvo gullmola, annar þeirra mun vera á sölu og er verðið eitthvað í kringum 1200 þúsund, þessi bíll er síðan 50 og eitthvað(afsakið að ég sé ekki með nákvæmatölu) Eina sem sést á bílnum er smá dæld á frambrettinu. Allt orginal, Orginal lakk og allt það, þið sem eigið leið framhjá verkstæði Nítró/Bílanust ættu endilega að kíkja á hann, að minnsta kosti þeir sem hafa áhuga á að kaupa eldri bíl:) Því miður var ég ekki með myndavél á mér svo að myndin verður að bíða betri tíma.
Kv. Ingi