Númer eitt er kannski spurningin: Hvernig bíl ertu á??
Ef að hann er nýlegur þá eru væntanlega 1-2 hvarfakútar undir honum og til að fá aðeins hrárra hljóð þá er spurning að taka þá undan.
Einnig er sniðugt að kaupa sér síu en til að heyra einhvern mun á hljóði þá þarftu í raun að kaupa svona “cone” síu, t.d. hægt að fá K&N hjá Bílabúð Benna, mæli eindregið með þeim.
Bensíneyðsla minnkar með því að taka hvarfan undan, orkan eykst eitthvað, og flottara hljóð. Að vísu gætirðu lent í því að þurfa að setja þá aftur undir fyrir skoðun ef þú ert á bíl sem kemur á götuna eftir 1994.
Kveðja,
STi