ok, þannig er málið að ég var tekinn á tæpum 60km/klst yfir hágmarkshraða í oktober eða november á síðasta ári (sem ég er ekki stoltur af btw) og fékk 50 þúsund í sekt, nóg af punktum og missti prófið í 1 mánuð.
Þannig að ég var að spá hvernig þetta virkar til að fá þetta fullnægðar skírteni eða hvað sem þetta heitir, heirði einhverstaðar að maður þyrfti að vera punktalaus í ár og svo minnir mig að ég hafi líka séð einhverstaðar að punktarnir fara ekki af skírteininu fyrr en eftir 3 ár.
er einhver hérna sem veit eitthvað um þetta.. bara smá info væri fínt eða bent mér á link eða eitthvað, hef kíkt á lögreglan.is og sá ekkert um þetta þar.