Vonandi veit einhver þetta. Ég er með 2000 módel af Toyota Corolla og var að velta fyrir mér hvort hægt væri að setja loftkælingu í kvikindið. Semsagt air conditioner.
Eftir mikið bras og brölt með kælisnúrur hingað og þangað og seta þetta system í svo það virki sem skyldi ætti að vera hægt þó ég þori ekki að fullyrða það. Hringdu í P. Samúelsson og spurðu þá um þetta. Verkstæðismennirnir ættu allaveganna að vita það.
ég veit þetta kemur spurningunni þinni kannski ekki við en hvað þarftu við loftkælingu að gera á íslandi :-/ ?
þó það sé há sumar og heitt úti þá virkar nú oftast að opna bara gluggann eða lúguna ef þú ert með þannig :P, auk þess eyða þessar loftkælingar ágætis bensíni
Loftkæling kemur oftar en ekki að mjög góðum notum. Ég myndi ekki vilja sleppa því í bíl ef ég væri að standa í bílakaupum. Þú bara stillir hitann sem þú villt hafa og hann helst. Þetta er fljótt að kæla niður/hita upp allt eftir þörfum. Ef þú ferð í gegnum undirgöng ertu alltaf með gott loft í bílnum. Þarft aldrei að skrúfa niður rúðuna í miklum hita og þarft ekki að kynda miðstöðina í botn í frosti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..