mig langar mikið að kaupa mér svona bíl, en síðan langar mér líka mjög í Mustang… nema að málið er að Mustanginn og bara amerískir bílar yfir höfuð eru ekki að skila allt of mörgum hö. en auðvitað eru til US bílar sem eru hellingur af hestum.
En þar sem að ég veit að japönsku og evrópsku eru að ná mun meira út úr V6 vél en kaninn er að ná út úr V8…
svo ég er að velta fyrir mér hvaða japösku/evrópsku bíla þið vitið um sem eru á viðráðanlegu verði (ég vil ekki þýska bíla), t.d. Nissan 300ZX, ef þið eruð með einhverja svona bíla í huga endilega látið mig vita af þeim og látið mig líka endilega vita hvaða verð er á þeim, ég þarf ekki nákvæmlega tölu, heldur bara ágiskun.
Ég er ekki að tala um nýja bíla, þeir meiga vera allt frá 1998 og uppúr.
og helst ekki yfir 1300þ
og ég vil ekki vita af Eclips, Galant, 3000Gt og þessum framhjóla drifnu… ég er að leita mér að afturhjóladrifnum bíl!
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*