Einn af ágætum meðlimum hér á Bílar hefur mjög gaman að tala um “sleeper” bíla (við skulum gæta nafnleyndar til að vernda viðkomandi ;). Sleeper bíll er þá bifreið sem er mun miklu hraðari en hún lítur út fyrir að vera og er helst frekar venjulegur að sjá.
Hver getur nefnt öflugasta “sleeperinn”? (Telst ekki með ef um breyttan bíl er að ræða, hann þarf að koma svona úr umboðinu.)
Ég held að BMW M3 og M5 séu á mörkunum þar sem þetta eru BMW til að byrja með en þeir eru ekki svo frábrugðnir venjulegum BMW í í útliti. Þeir eru báðir brjálæðislega snöggir.
Mér þætti samt gaman ef einhver gæti toppað þessa tvo:
Lotus Omega og…
Holden Commodore HSV GTS og GTS-R
Lotus Omega er með 3,0 V6, twin turbo og 377bhp og 419 Lb ft!!! Afturdrifinn og lítur út eins og eitthvað smá kittaður Opel Omega. 4,8 sek í 60mph og hámarkshraði yfir 300 km/h! Örugglega einn brjálaðasti sedan-bíll fyrr og síðar.
Holden Commodore HSV bílarnir eru í raun GM frá Ástralíu. Þetta eru stórir fólksbílar sem eru nánast óþekktir utan heimalandsins. Báðir með Corvette-ættaða V8 vél, GTS er 344bhp og ef það dugar ekki er GTS-R 401bhp.