Það hefur alltaf talist gott eða betra að þvo bílinn sinn með svamp til að losna við “kústaförin” sem var sjúkdómur sem hver einasti bíll var með fyrir 10 árum og meira (flestir bílar alla veganna). Málið er að halda svampnum bara hreinum eftir notkun, þ.e þvo hann vel eftir að þú ert búinn að þrífa bílinn þinn og vinda hann og geyma hann t.d í plastpoka eða einhversstaðar þar sem ekki er von á sandi eða einhverju drasli í hann sem getur rispað út frá sér.
Fyrir um 2 árum síðan byrjaði ég að nota micro fiber klúta til að þurrka bónið af bílnum mínum. Veit ekki hvort það eigi að koma í veg fyrir rispumyndun (allaveganna eru þessar tuskur helvíti dýrar og þær mættu gera svo mikið gagn). Áður notaði ég gömul handklæði eða rúmföt til að þurrka bónið af en mér fannst alltaf koma “tuskuför” eftir svoleiðis klúta svo ég byrjaði að nota micro fiberinn og það myndast engin för og engar rákir sem fylgja því.