Þar sem að rannsóknir sem miðað við akstur breyttra jeppa sína að ökumenn þeirra standa sig betur en ökumenn annara ökutækja þá sé ég ekki sérstaka þörf á að ráðast á þennan hóp. Ég ítreka að þetta er miðað við akstur svo þetta er fullkomlega samanburðarhæft.
Ef þeir væru bundnir við 80 km hraða þá aukast líkur á að þeir verði lestarstjórar á þjóðvegunum, sem eykur framúrakstur, sem eykur hættu.
Og vel breyttur jeppi er ekki slæmt ökutæki. Við mælingar hefur komið fram að í mörgum tilfellum styttist bremsuvegalengd miðað við óbreyttan jeppa (sem er kannski ekki skrítið þar sem að dekkin eru oft mikið breiðari).
Breytti jeppinn minn er 25 ára Blazer K5. Hann er mjög þægilegur og ég get farið hraðar í beygjur en margir óbreyttir jeppar. Ég lagði líka áherslu á það að halda þyngdarpunktinum niðri þegar ég breytti honum.
Það er mín reynsla að jeppamenn fylgist yfirleitt betur með sínum jeppum en hinn almenni maður með sínum ökutækum, því við viljum ekki að jeppinn bili uppá fjöllum (þar fara yfirleitt veikustu punktarnir). Ég myndi því frekar treysta á að 15 ára jeppi væri í góðu mekkanísku standi en 15 ára fólksbíll.
Ef við eigum að fara að flokka ökutæki eftir því hvað aðrir þurfa þá erum við komin á hættulegar brautir. Þá er stutt í að aðrir fari að flokka hvað er nóg fyrir okkur.
Þú segir að jeppar eigi að vera á lokuðum brautum, væntanlega af því að þeir geta verið þar. Hafa þá bílar sem komast hraðar en 90 nokkuð að gera á vegunum? Eiga þeir þá ekki bara að vera á lokuðum brautum?
Það er í sjálfu sér nóg að allir væru á 800cc Suzuki Alto, ca. 50 hp. Þá gætu stæði verið minni og fleiri komist fyrir. Það myndi líka koma í veg fyrir mest af hraðakstri. Viljum við láta taka þannig af okkur valkostina?
Hérna vilja menn vera á 300 hp bílum, og finnst það sjálfsagt, en skilja ekki að aðrir vilja nota öðruvísi ökutæki. Ég þekki báðar hliðar, á breyttan jeppa, öflugan sportbíl og þægilegan bíl í snattið. Ég get notað hvern af þeim í bæjarakstur, og þeir eru í raun allir þægilegir í bænum. Ég keyrði Blazerinn um þingholtin daglega í nokkur ár án vandræða. Það er helst að ég vildi ekki nota Transaminn þar, væri hræddur um að yrði skellt utaní hann.
Það getur komið fyrir að val okkar verði takmarkað, af umhverfisástæðum eða vegna bjánaláta ökumanna. Kannski verða jeppar bannaðir í borgum og allir látnir vera á 50 hp smábílum, en ég vona að við höldum frelsi okkar til að velja aðeins lengur.
JHG