Já það er rétt hjá þér, þetta er mikil spurning um sjálfsaga, þetta er svo fjári freistandi stundum að stíga pinnan í botn og þjóta áfram eins og byssukúla! Tilfinningin er góð en flestir á þessum aldri rétt í kringum 20 hafa ekki nægan sjálfsaga til að hemja sig niður og keyra nokk löglega.
Oft er það þannig að fólk þarf að brenna sig á hlutunum til að læra að þeim, þannig erum við flest öll byggð.
Þér er sagt að gera ekki eitthvað því það er hættulegt, en þú gerir það samt því þú verður að sjá hvað gerist.
Svo er eitt annað að þegar fólk er pirrað og reitt útaf einhverju á það ekki að fara út að keyra!
Það kallar bara á hraðakstur og ekkert annað.
En JHG þú hefur rétt fyrir þér í þessu öllu saman og þetta er verk hvers og eins að reyna að hemja sig aðeins og hætta að kenna því um að það vanti braut.
Fyrir þá sem vilja leika sér á bílunum sínum fynnst mér persónulega skemmtilegra að negla í einhverjar beygjur á góðu svæði og æfa þannig að stjórna bílnum.
Eiginlega miklu skemmtilegra en að spyrna, það að vinna spyrnu segir svo voða lítið um hversu góður ökumaður þú ert.