Ég myndi hafa meiri áhyggjur af svakalegri undirstýringu á bíl sem er orðinn framþyngri og öflugri…
Þú getur örugglega gert bíl sem er jafn fágaður og Toyota Corolla með því að velja þér bara einhverja stífari framdempara sem snöggvast, það er ekki eins og Toyota hafi ekki eytt mörgum milljónum í að hanna og prófa bílinn sinn.
Þú ert að tala um að auka aflið um meira en helming. Ok, ég myndi halda að með vél sem er ekki milu þyngri og kannski rúm 100 hestöfl ættirðu ekki að lenda í miklu veseni en hefurðu velt fyrir þér hvað þetta mun kosta mikið og möguleikann á því að bíllinn þinn muni lækka í endursöluverði?
Væri ekki bara mál að kaupa sér kraftmeiri bíl? Það er einfaldast og öruggast. Annars er mál að skipta ekki um vélina heldur kannski loftinntak og púst t.d. en það gæti gefið þér nokkur hestöfl en þau yrðu dýr samt. Svo gætirðu athugað nýjan tölvukubb en ég hef heyrt að fyrirtæki í Hafnarfirði sé með Superchips og hafa nokkrir hér borið þeim góða söguna. Með þessu móti værirðu kannski kominn á bíl með um 90 hestöfl myndi ég giska á út í loftið. Munar um minna og líklegast myndi endursöluverðið ekki lækka þó ég efist um að þú fengir nokkuð af þessum peningum til baka.