Margir halda að 350 cid díselvélin sem kom í oldsinum hafi verið breytt bensínvél. Það er ekki allskostar rétt. Þó sú vél hafi ekki reynst mjög vel þá skýrðist það tvennu. Í fyrsta lagi voru ekki notaðir nógu góðir boltar við höfuðlegur (og mig minnir að heddboltar hafi ekki heldur verið nógu góðir) en ekki síður skýrðist það af því að menn verða að skipta oftar um olíu á gömlu díselvélunum en bensínvélum. Almenningur fór ekki eftir því og því fór sem fór.
Cadillacinn hefur hinsvegar verið sú bifreið sem hefur fengið mest að tilraunarbúnaðinum. Ef minnið svíkur mig ekki þá var það Cadillac sem var fyrsti bíll með startara, en margt hefur gerst síðan þá. Einnig fékk Caddinn kerfi til að láta V8 vél sleppa nokkrum strokkum, en sú hugmynd var ekki í flúkti við þá tækni sem þá var notuð í bíla. Í dag er kerfið komið í fulla notkun í flestum tegundum GM bíla, en það skýrist af fullkomnari tölvubúnaði í bílum. Einnig var Cadillac fyrstir með nætursjón.
Oldsinn hefur fengið ýmsar tækninýjungar líka (m.a. framdrifið á sjötta áratugnum) en hann er ekki tilraunabíll.
Miðað við það sem ég hef lesið um áreiðanleika þessara bíla, og markhóp þeirra, þá ætti áreiðanleiki ekki að vera vandamál.
JHG
P.s. Olds var ekki drepinn vegna vandamála með gæði heldur að þeir náðu ekki að höfða til nýrra kaupenda.