Æi langaði bara til að segja þetta :)
Var nú á BMW 525 á rúntinum í gær og lenti hliðina á einni svona loftpressu sem var með öllum pakkanum; kitt, holræsakerfi og spoiler, nokkra límmiða á hurðunum sem auka hestöflin um 20 hver, dökkar rúður allann hrinignn, felgur uppá hálfa milljón og svo ofan á allt annað riiiisa stóran spoiler. Þetta var svo útúr tjúnað að vesalings Bimminn var eins og á sunnudagsrúntinum hliðina á honum þó ég hafi verið í botni og á steptronicinu.
Hálf sad að sjá svona og lenda í þessum aðstæðum, en það er þó alltaf hægt að hugga sig við það að ég myndi miklu frekar vilja eiga orginal 200 hestafla BMW heldur en útúrtjúnaða Imprezu fyrir milljón kall.
Aldrei sami bíllinn.