Ný Corolla kemur á næsta ári. Það virðist álíka fyrirbæri og 307, alltof hátt þak. Annars er Corollan núna ekki rass**t merkilegur bill. Jú, þetta er góður bill en ekkert spennandi. Þegar 1993 Corollu týpan kom var þetta eftirsóttur bill, sportlegur bill og rúmgóður en samt ekki með alltof hátt þak og bjánalegt fjölnotabílseinkenni.
Mér finnst Golfinn núna ágætur. Þeir ættu að halda sig við þessa línu. Enda rokselst bíllinn, mest til ungs folks. En nei nei, nýi golfinn sem kemur næst verður svona hálfgerður fjölnotabíll. Hátt þak og þannig. Frekar ætti að andlitslyfta þennan Golf og halda í þetta lag.
Eða er þetta kannske bara mín skoðun, er þetta breyting til hins betra??
OH.