Quattro liðið

Sem hefur nýverið sett upp síðuna www.quattro.is er í þann mund að fara að hefja smíði á nýjum rallíbíl þar sem að sá gamli fékk góða veltu í fyrra. Við munum taka upp á video og heilan helling af myndum til að virkilega útskýra hvernig smíða skuli rallí bíl. smíðin sjálf hefst vonandi um eða uppúr mánaðarmótunum júlí/ágúst og erum við að vonast til að fólk hjálpi okkur að virkja síðuna og spjallið.

Einnig ef þú heldur að þú hafir það sem þarf til að halda uppi greinagóðum og uppbyggjandi greinum þá vantar okkur fólk sem er tilbúið að hjálpa með greinaskirf og fréttir, ef þú fylgist vel með einhverjum af þeim keppnum sem fara fram á klakanum hvort sem er að ræða rallið, kvartmílan, torfæran, gókart eða einhvað annað sem flokkast undir mótorsport þá sendu okkur skeyti á quattro@quattro.is

Annars megiði endilega komið með “critic” á síðunni og segið mér hvað mætti betur fara (og já ég á eftir að þýða spjallið á íslensku en það kemur með tíð og tíma)

Kveðja,

Stjórn Quattro.is

(vona að það sé ekki of mikið af stafsetningarvillum hérna :S)