Rakst á þessa líka fínu grein síðan 2003 og skemmti hún mér vel um stund.
Ég copy/paste-a hana hér fyrir neðan:

Þú gætir verið með bíladellu ef…
Bíladella er skrítinn og skemmtilegur hlutur. Hér er smá listi sem mér flaug í hug yfir nokkur atriði sem benda til þess að sá sem þau eiga við hafi kannski… ehemm, vott af bíladellu. Í takt við tímana er þetta að sjálfsögðu í topp 11 formi og byrjað á botninum:

11. Þú upphefur samræður við bláókunnugan BMW eiganda með orðunum “Eru þetta AC Schnitzer felgur?”

10. Þú slekkur reglulega á græjunum til að hlusta á vélarhljóðið.

9. Þú getur ekki komið inn í Heklu án þess að setjast upp í næsta VW eða Audi og þukla plastefnin í mælaborðinu og athuga vökvadempunina í öllum hreyfanlegum hlutum.

8. Þú ert skráður meðlimur á þremur eða fleiri spjallkorkum um bíla á netinu og/eða ert áskrifandi að tveimur eða fleiri bílablöðum.

7. Þú yfirheyrir sölumanninn í Honda-Peugeot hvort Peugeot hafi ekki breytt fjöðrunarbúnaði í 206 línunni einhverntíman á milli ‘00 og ’01 án þess að tilkynna það. Þú gerist svo ágengur að sölumaðurinn fer í geðveika vörn og svitnar.

6. Þú lýsir Lamborghini Miura sem “kynlífi á hjólum.”

5. Þú veist hverjir hönnuðu útlit, vél og annan vélbúnað í Lamborghini Miura.

4. Þig dauðlangar að panta þér Wayward Genius, ævisögu Colin Chapman's af Amazon.com eða átt hana jafnvel þegar og vitnar í hana í samkvæmum.

3. Þú veist hver Colin Chapman er.

2. Þú leiðréttir fólk sem ber PorSCHE! rangt fram.

1. Þú ert ennþá að lesa þetta og finnst þetta alls ekkert út í hött…


http://www.hugi.is/bilar/articles.php?page=view&contentId=1202708

Fann þessa grein við leit að umræðu um Hondu Civic Type-R btw;)