Þetta er orðið allt of ýkt, alltof framtíðarlegt fyrir minn smekk. Mér finnst persónulega fáránlegt þegar maður er hættur að fá lykil með nýjum bílum.
Settist inn í splunkunýjan Passat um daginn og til að starta honum stingur maður fjarstýringu (á stærð við lítinn GSM síma í dag) inn í mælaborðið, líkt og spólu í video tæki (ef einhver veit hvað það er :). Mér finnst það eitt svo fráhrindandi að ég myndi aldrei leggja í þann bíl. Handbremsunni er stýrt með takka, s.s. einn takki til að setja í handbremsu og losa.
Ef fram fer sem horfir, þá spyr ég: Hvenær getum við hætt að stýra?