ég á bíl sem er með háu og lágu drifi… kann ekkert mikið á þetta lága dæmi, nema hjú mér var sagt að það væri gott ef maður þyrfti að keyra hægt… eða fá mikinn kraft…
en svo var verið að segja við mig núna um daginn að það mætti ekki nota lága drifið nema á veturna eða þá í torfærum… er eitthvað til í því???
Maðurinn sem átti hann á undan mér sagði nefnilega að það væri gott að nota þetta þegar maður væri að keyra í bröttum brekkum og keyra inn í bílskúrinn…
Lága drifið notar maður venjulega við erfiðari aðstæður, t.d. í snjóakstri (hjakki), akstur yfir óbrúaðar ár eða við að draga þunga hluti.
Það má líkja þessu við að þú setir drifrásina í lægri gír.
Þú getur í raun notað þetta hvenær sem er en það er yfirleitt óhentugt að vera í lægra drifi en nauðsynlegt er. Það þíðir að öllu jöfnu meiri bensíneyðslu og meiri hávaða á meiri hraða (og jafnvel takmörkun á hve hratt þú kemst).
Ég myndi ekki nota lágadrifið nema þegar ég þyrfti nauðsynlega á því að halda.
en það er semsagt allt í lagi að setja hann í lága drifið svona til að komast “súperhægt” eins og t.d. þegar ég er að keyra inn í bílskúr og ef ég þarf meiri kraft eins og ég var að draga kerru upp mjög bratta brekku geggt hægt…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..