Það er komin grein á www.bilavefur.com um sögu camaro, löng og ítarleg grein Á ÍSLENSKU! Endilega kíkið, hún er á www.bilavefur.com -> bílamenning -> greinar og frl. -> camaro! sagan og sögusagnirnar
Jú það koma þónokkrir en mér er í raun alveg sama hvað koma margir því ég er ekkert að græða á þessu, ég er bara að dútla mér við að gera þennan vef.
Mér datt bara í hug að láta fólk vita af þessu af því að vinur minn er búinn að vera síðustu vikurnar að skrifa þessa grein og þetta er mjög góð grein fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á Camaro. Ath. að þetta er ekki einhver þýdd grein úr ensku, þetta er frumsamin grein :)
PS, ertu búinn að lesa hana, endilega gefðu mér einhver comment um hana ef þú veist um eitthvað sem er að henni og þarf að laga.
Það var rauður Turbo Esprit til sölu hér eitt sinn. Eigandinn hefur líklegast þjáðst af geðbilun því á tímabili var sett um 4,5 millur á hann. Þetta var frekar lélegt eintak með slitnum innréttingum og almennt frekar slappur að sjá.
Ætli það sé ekki þessi eini sem kemur fram að neðan.
En þú ert að tala um Camaro? Ekki það ódýrasta sem til er né létt í rekstri varla? Það væri ekki erfitt að eignast t.d. Lotus Excel ef maður hefði áhuga og fyrir ekki stóran pening. Varahlutir fást að miklu leiti í gegnum P. Samúelsson (stór plús?).
Lotus Elan (upprunalegi) er alveg raunhæfur draumur en kostar samt skildinginn og gæti þurft nokkra umhirðu en hann gleður mann með bensínkosnaði (og dekkjakosnaði m.v. Camaro) í staðinn. Elan (2. kynslóð) er ekki svo dýr um þessar mundir ef maður hefur smekk fyrir þannig og ef maður er sniðugur er 4 cyl.
Turbo Esprit ekki langsótt markmið. Sá sem fær sér Lotus Cortina væri hreinn töffari í mínum augum :)
Það er náttúrulega bara minn smekkur en ég vildi hvern sem er af þessum bílum fram yfir Camaro. Málið er bara að fólk veit mjög lítið um Lotus hér á landi eins og greinilegt er á spurningu þinni Gusti2. Mig langar mikið til að eignast Lotus en ég er með einfalt markmið sem skemmir fyrir því… Ég ætla að eiga Porsche einhverntíman! Svo er líka ómögulegt að stunda bíladellu að mínum smekk hér á landi.
Annars hefur það verið í burðarliðnum hjá mér að skrifa grein um Colin Chapman (stofnanda Lotus og að mínu mati merkasta bílasmið fyrr og síðar) og líka um hans helstu bíla.
Það hafa verið til 2 lotus bílar á landinu , annar þessi rauði, 87 módel Lotus esprit, eins og er , er þessi bíll í eigu manns í keflavík, búið að taka hann af plötum. Hinn Lotusinn, Blár 69 módel Lotus Elan, en hann fór úr landi í april 93 minnir mig, en hann var aðallega bara upp á herstöð….
Annars hef ég heyrt einhverjar sögur af svörtum lotus hér á landi… en efast nú reyndar um að það sé rétt…<br><br>Vectro
“Women might be able to fake orgasms. But men can fake whole relationships.”
mjög góð grein hjá Gunna um Camaroana (hefði mátt fara meira í 70-81 bílanna en mjög góð grein) en strákar ég sá þennan '89 Lotus JÁ þennan rauða á 900 þús. í fyrra í DV…..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..