Ég hef aldrei átt bíl á low profile enn þeir bílar sem ég hef prófað á low profile eru allir yfir 350 hestöfl svo að það gerir þá rásfastari á miklum hraða. Minn lætur sjálfur vel að stjórn á miklum hraða enn ef ég hefði hann á low profile myndi hann ábyggilega liggja betur í beygjum og þess háttar. Spáin fyrir næsta sumar er nokkuð sterk að fá sér stærri felgur og low profile…
Það er þá einhver sem var ósáttur og lýsti þessu bara sem illu.
Það getur að vísu verið að sumir bílar verði leiðinlegir í þessum blessuðu “radialruts” (dekkjaförum) sem myndast í malbikið. Ef bíll passar illa í förin þá getur hann kastast til og reynt að komast ofan í öðru hvoru megin, margir jeppamenn þekkja þetta vel.
Þá er bara að læra á það hvernig er best að hafa bílinn og vera vakandi þegar menn eru að keyra.
Það eykst veghljóð og titringur vegna þess að low profile dekk eru ekki eins belgmikil og venjuleg dekk. Að sama skapi verður engin fjöðrun í dekkjunum sjálfum þannig að menn gætu lent í veseni ef þeir keyra harkalega í holu sem að bíll á venjulegum dekkjum gæti alveg tekið á góðri ferð.
En þú færð meira grip, mynstur sem losar betur úr sér vatn, lúkkið og svo færðu að eyða aðeins meiri pening í dekk.
well fer allt eftir breidd, ég er sjálfur á low profile og svona lala breiðum, og já ég get allveg sagt að á miklubrautinni er bíllinn allveg hræðilegur þar sem hann tollir ekki í hjólförum, annars er miklu betra að keyra þá þessu, finnst mér, ég er ekki mikill hraða aksturs maður en ég er heldur ekki mikið fyrir að hægja á mér mikið fyrir beygjur þannig þar kemur lági prófíllinn að þægilegum notum ;)
ahh, það rennur nefnilega meira til þar sem að þau gefa ekkert eftir þegar þau fá á sig hliðarkrafta, þá verður e-ð að gefa sig og yfirleitt er það gripið, en hinsvegar verður bíllinn ekki nærri eins svagur í beygjum en það verður óþægilegt að keyra marga bíla á þessu og veit ég um nokkur sem hafa skipt þessu út á bílum sem þau hafa keypt með þessu þar sem að þau bara nenntu ekki þessum hristingi og látum….
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
Þegar hliðin á dekkinu fer að svigna þá minnkar alltaf gripið, þar sem dekkið togast upp frá götunni. Low profile er alveg flatt við götuna og þar af leiðandi er meira gúmmí í snertingu við malbikið.
þegar dekkið gefur eftir fer alltaf meira og meira gúmmí á jöðrina og þar með er meira grip (ástæðan fyrir því að þú sérð jeppa á 38" dekkjum mjög sjaldan slæda í gegn um beygju þó að hann taki hana á slatta hraða) en hinsvegar getur það verið mikið betra að slæda í gegn um begju og oftar en ekki bjargað manni frá verri hlutum.
svo líka til að færa fleyri sannanir fyrir máli mínu þá eru f1 bílar með frekar mikið gúmmí, sömuleiðis A1 og bara nánast allir svona high speed kappakstursbílar…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
F1 bílar eru reyndar ekki með svo mikið gúmmí, bílarnir og dekkin eru miklu minni en margir halda. Skoðaðu F1 bíl næst þegar einn slíkur er til sýnis hér.
Dekk á F1 og A1 eru allt öðruvísi en fólksbíladekk, á engann hátt sambærilegt.
Þú segir að þegar dekkið gefi eftir þá fari meira gúmmí á jörðina. Það gúmmí væri þá á hliðinni á dekkinu og ekki það sem maður vill að lendi á malbikinu, það er mun þynnra þarna og leggur ekki eins mikið á.
Ég hef tekið mjög krappar beygjur á 50+ á HiLux, lyft afturdekki og spólað. Dekkið hinum megin var farið að eyðast á hliðinni og gripið var ekki svo mikið á þessu dekki meðan að það lá á hliðinni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..