Skiptu um púst, þá þá ég við að skipta um allt pústið ekki bara að skipta um hljóðkútinn. Skoðaðu bílinn vel að neðan og leggðu pústið með sem fæstum beygjum og hægt er. Farðu í aðeins sverara púst en OME og svo skalltu fá þér opnari kút en í guðanna bænum ekki fá þér svona frethljóðs gosdós á pústið.
Skiptu um loftsíu. Fáðu þér svepp og leggðu hann þannig að hann sjúgi kalt loft. Ekki láta síuna eða lagnirnar frá henni koma nálægt pústinu, þá gætirðu verið farinn að tapa hestöflum.
Leggðu smá vinnu í að finna bestu leiðina fyrir lagnir og finndu góðann stað fyrir síuna, þú gætir jafnvel reynt að fá einhvern til að smíða hitahlíf fyrir þig og lokað síuna inni og verið með skóp á húddinu eða ná lofti gegnum stuðarann.
Skiptu um olíu. Margir vanmeta það hvað olía er mikilvæg en þú gætir jafnvel náð að losa 1+ hestafl með góðri (dýrri) olíu, þú gætir þurft að skipta nokkrum sinnum til að hreinsa gömlu olíuna almennilega út.
Skiptu um viftureim og skoðaðu aðeins alternator og vatnsdælu. Ef eitthvað slit er í annað hvort alternatornum eða dælunni þá gætirðu verið að tapa þónokkru afli í að snúa því.
Bensínsíurnar gætu verið óhreinar, prófaðu að skipta um þær svo að bensínið eigi auðveldara með að renna í vélina.
Svo er það að hafa vélina vel stillta og með ný kerti og kertaþræði líka mikilvægt.
Svo skaltu prófa Hiclone, kostar u.þ.b. 12 þús og er með 30 daga skilarétt þannig að ef þú fílar það ekki þá máttu skila því og fá endurgreitt að fullu. Ég efast þó um að þú skilir því.
Svo ef þú er tilbúinn í aðeins meiri vinnu þá gætirðu farið í forþjöppu, en þá þarftu líka að fara í kælikerfið og jafnvel að fá þér kubb til að innspýtingin ráði við það.
Málið er bara það að hestöfl kosta pening og yfirleitt eykst eyðslan þegar hrossunum fjölgar, því eitthvað þurfa trippin að éta;)
“Og hana nú” sagði graða hænan.