hljómtæki
ég er að smíða hljómkerfi í bílinn minn og langar að fá álit ykkar á hvað ég ætti að setja í hann. í hljómgæðakeppninni í höllinni í sumar vann DLS prezan dýrasta flokk, (ég er ekki milli) í milli flokk vann trooper með DLS pakka (viðráðanlegt) og í ódýrasta flokk vann lancer með ALPINE pakka hann var með spegla neonljós og strobe í skottinu, ansiflott. mér finnst eðlilegt að miða við þessa bíla þar sem þeir unnu allir til verðlauna. grunnurinn hjá mér er kominn, allar lagnir og hljóðeinangrun. spilarinn er ALPINE og er með öllum fítusum sem hægt er að hugsa sér. með von um góð ráð. takk takk.