Góðan daginn, ég lennti nú í meira ruglinu í dag og langar að heyra skoðanir fólks á þessu.
Ég var að keyra í rólegheitunum um 3 leitið í dag og ég er aftan við gamla konu á Huyndai Accent sem keyrði á svona 35-40 á 50 götu og ég var svona orðinn þreyttur á þessum hraða og gef stefnuljós og tek fram úr kellingunni.
En gamla eltir mig í gegnum hringtorg og keyrði alveg í rassgatinu á mér smávegkafla og mér var farið að finnast þetta óþægilegt þannig að ég gef aðeins í til að sjá hvort ég gæti lengt bilið, en nei gamla konan eykur ferðina líka og tók upp farsíma og byrjaði að tala í hann á meðan hún var alveg í stuðaranum hjá mér á 70 og mér var hætt að lítast á þetta og ég þorði ekki að bremsa í hræðslu við að fá kellinguna aftan á mig. Eftir smástund gefst ég upp og tilli ég fætinum á bremsuna án þess að hæga á bílnum bara til að fá bremsuljósið og gamla bremsar og ég hægi á mér og fer inní hliðargötu og stoppa þar og þá kemur gamla konan og stoppar hliðin á mér og ég opna gluggan og spyr hvern djöfulinn hún sé að gera og hún segir að ég hafi engan rétt á að keyra eins vitleysingur og ég segi á móti við þetta háaldraða krumpudýr að hún hafi verið að búa til auka hættu með því að keyra á svona miklum hraða talandi í síman 1 metra fyrir aftan annan bíl og vera mjög gömul og því ekki með fulla athygli. Þá segist konan hafa hringt á lögregluna og ég segi æji veistu ég nenni ekki þessu rugli og keyrði bara aftur út á aðalgötuna og hélt áfram að keyra heim til mín.
Núna spyr ég hvað fólki finnst um þetta? Ætli löggan hafi ekki hlegið af konunni ef hún hafi hringt og sagst vera að elta bíl á 70?