Málið með þetta bensínverð hér á Klakanum, á norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi, o.fl er það, að c.a 50% af verðinu er álagning og skattur. Sem er okur, Við viljum öll bara fá bensínið frítt og aka á bílum með 460 cid V8 er það ekki?
Eins og staðan er í dag eru seldir u.þ.b 1 milljón lítrar af eldsneyti á dag á bensínstöðunum fyrir bílaflota íslendinga, segjum sem svo að meðaleyðslan á hvern bíl sé í dag 10L/100km.
Ef allir væru með 460 cid V8( eða sambærilegt) væri þessi tala c.a 35-40L/100km, þar með væru seldir lítrar á dag komnir í 3.5-4 Milljónir.
Ef síðan öll hin löndin myndu líka gera þetta, myndi olíuþörfin nærri 4-faldast, og þá mundi ekki líða á löngu áður en olían væri bara búin.
Ég vil taka það fram að ég er EKKI grænfriðjungur, en face the truth, olíubirgðirnar eru takmarkaðar og þær verða að endast þangað til að eitthvað annað, t.d. vetni tekur alveg við.
Bensínið er dýrt, mikið skattlagt, mikil álganing á því, og það er of dýrt að keyra. Allir eru ósáttir við þetta. En sannleikurinn er sá að Bensín/díselolía er ekki orkugjafi til framtíðar, einungis bráðabirgða þangað til annað tekur við.
Nothing is like the sound of a V8 in the morning.