Þyngd: 1300kg
Burðargeta: 450 kg
Vélarstærð: 1690cc
Afl: 81 hestöfl
Tog: 130 nm
Hámarkshraði: 150kmh
Hröðun frá 0-100: 17 sek
Bensíntankur: 63 lítrar
Lengd: 3900mm
Hæð: 1640mm
Breidd: 1700mm
Þessar tölur segja allt sem segja þarf, 17 sek upp í hundrað…slakt! Svo hjálpar útlitið ekki til, mun verra en gamli bíllinn. Ég efast um að það verði flutt eitthvað magn af þessu hingað til Íslands og það er af hinu góða.
Svo á bíllinn ekki að heita Lada Niva heldur Chevrolet Niva. Það kemur slæmu orði á Chevrolet, sam voru allt fínir bílar áður en þeir keyptu Daewoo og settu mekið sitt á þá ómerkilegu bílategund.
En ég er enn að hugsa um útlitið, geta Rússarnir virkilega ekki gert betur? Þetta er hræðilegt, viðbjóðslegt og á ekki að eiga sér stað! Ef mönnum dettur ekkert betra í hug eiga þeir ekki að framleiða bíl sem lítur svona út.
Segið skoðanir ykkar á þessum bíl, mín skoðun er sú að ég held að sá sem hannaði bílinn og vélina sé andsettinn og afbrigðilegur Rússi með athyglisbrest og engan smekk fyrir bílum, hann ætti frekar að vinna á lager í IKEA eða einhverju svoleiðis, eða bara á Kárahnjúkum.
Jón Jónsson
Valtýr Björn í stuði: “Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi verða þeir einfaldlega að fara nær”