Að mínu mati er hjólbarðar eins og hátalarar: því dýrari, því betri. Þetta er augljóslega ekki heilagur sannleikur en ágætis þumalputtaregla.
Bílar skipta ótrúlega miklu máli upp á aksturseiginleika og þægindi bílsins þíns og geta enst mjög mislengi.
Hvernig bíl ertu með, hvernig dekkjastærð og hvað viltu fá útúr hjólbörðunum?
Ertu að fara að kaupa vetrarhjólbarða? Nelgda eða ónelgda?
Ekki, ekki, ekki kaupa sólaða nema þú sért á einhverjum gömlum bíl sem þú villt ómögulega eyða í, sólaðir barðar eru með ömurlega aksturseiginleika.
Ef þú ert að skoða vetrarhjólbarða mæli ég eindregið með að þú skoðir Continental ContiViking 2 naglalausa. Þeir eru dýrir en hreint frábærir. Mæli samt með að þú setjir þá ekki undir fyrr en vetur er kominn og takir þá svo strax undan því þeir slitna hratt í þurru og heitu. Svo eru líka Bridgestone Blizzak taldir mjög góðir í ónelgdu deildinni. Ef þú villt spara og fara í sólað þá eru harðkornadekkinn fínn kostur. Nokian dekkin hjá Brimborg virðast vera mjög lík ContiViking dekkjunum, svo er Gislaved ódýrara undirmerki hjá Continental og gæti gert líka hluti fyrir minna verð.
Ef þú treystir þér ekki til að vera án nagla mæli ég með öðru áliti, því ég er hættur að nota þannig (fyrir utan að ég fékk nagla með bílnum sem ég er á núna… spurning að ná í töngina?) en kíktu samt á léttnaglana, veit að a.m.k. Michelin eru komnir með þá.
Gleymdu svo ekki því að þú keyrir kanski um á 3 milljón króna bíl en það eina sem snertir götuna eru dekkin…