skemmtileg saga.
vinur minn var nýbúinn að kaupa sér bíl, gamlan volvo 460, og leyfði mér og öðrum vini okkar að prófa hann. við ákváðum að vera geðveikt sniðugir og þrífa drulluskítuga vélina í honum. fórum þess vegna með bílinn heim til mín, spreyjuðum tjöruhreinsi yfir og skoluðum með svona byssu tengdri við garðslöngu. ég var nýbúinn að láta gera svona við bílinn minn uppí löðri, og taldi mig því meistara í svona málum. þegar vélin var orðin tandur hrein var kominn tími til að skila bílnum. en þá fór druslan ekki í gang, og ég og vinur minn vorum skíthræddir um að hafa eyðilaggt eitthvað.
eftir að hafa reynt í 2 tíma að laga hann, föttuðum við að það hafði komist vatn inná kertin:P..síðan þá höfum við hvorugir fengið bílinn lánaðan
annars er þetta það eina sem þú þarft að passa, að vatn komist ekki inná kertin