Aðflutningsgjöldin eru þau sömu, sama með hvaða leiðum þú flytur bílinn. 30% tollur og 24% vsk í þessu tilfelli.
Kostnaður við flutning getur hins vegar verið breytilegur.
Hér sérðu verðlista Norrænu:
http://www.smyril-line.is/html/verdlisti.htmlÞað eru ansi margar breytur í þessari jöfnu t.d. fæði,uppihald og bensínkostnaður í ferðinni ef þú ferð og sækir bílinn sjálfur. (Flugmiði ef þú ætlar að fljúga út og koma heim með Norrænu)
Þar á móti kemur að þú þarft ekki að borga flutning til hafnar, en af þeirri upphæð + öðrum flutningskostnaði, þarftu að borga toll þegar bíllinn er kominn hingað.
Þessa reiknivél varstu kannski búinn að sjá:
www.bmwkraftur.is/innflutningurHér er svo verðskrá Eimskipa: (við þau verð bætist síðan flutningur til hafnar í landinu sem þú ert að kaupa bílinn)
http://eimskip.is/DesktopDefault.aspx/tabid-277/Vonandi hjálpar þetta eitthvað
Saxi