Því miður þá er hópurinn frá 17-24 ára sá hættulegasti. Allar rannsóknir sína það. Það er kannski ekki skríðið, óreynt fólk hefur enga reynslu, og á oft erfitt með að átta sig á takmörkunum sínum.
Þegar ég var 17-18 þá keyrði ég eins og bjáni, og hef eflaust talið mig með bestu ökumönnum sólkerfisins (og þó víðar væri leitað). Í dag er ég miklu betri ökumaður en ég var þá en læt mig ekki dreyma um að gera hluti sem ég gerði hér áður. Vissulega get ég gert það sama, ég hef bara vit á að sleppa því.
Margir ungir ökumenn benda á elsta hópinn og segja að hann sé verri. Rannsóknir sína að það er ekki rétt. Elsti hópurinn er vissulega verri en miðaldra ökumenn en stendur sig miklu betur en sá yngsti. Yngstu ökumennirnir hafa reyndar bætt sig á undanförnum árum en það munurinn er engu að síður umtalsverðu.
Þannig að sama hvað mönnum finnst, og hve marga gamla ómögulega ökumenn þeir hafa séð (og hver niðurstaðan verður úr könnuninni), yngsti hópurinn er sá sem stendur sig verst í umferðinni!
JHG