Rally Finland hófst eldsnemma í morgunn og með látum því heimamaðurinn og margfaldur heimsmeistari Tommy Makinen varð að hætta keppni eftir aðeins 4 km á fyrstu sérleið. Hann ók utan í tré og týndi öðru framhjólinu. Finnar hafa verið sérdeilis duglegir við að sigra þessa rallkeppni og má segja að Makinen hafi verið áskrifandi að sigrum hér sl ár.
Finninn Marcus Gronholm á Peugeot leiðir eftir 3 sérleiðir.