Ég hef ekkert á móti Toyota, þeir framleiða bara ekki bíla sem mér finnst skemmtilegir, en það er smekksatriði. Faðir minn kaupir hinsvegar ekki Toyota eftir að hann lenti á mánudagsbíl frá þeim og umboðið brást algjörlega (standa sig miklu betur núna). Það hrundi allt sem gat hrunið í þeim bíl.
Ég var einu sinni næstum því búinn að kaupa Toyota Carina e 2,0 lítra en hætti við eftir reynsluakstur (alltof mikið veghljóð og full lítið afl fyrir minn smekk).
En ég skil ekki hvernig þú getur fengið það út að Cherokee sé rusl. Ég hef reyndar ekki reynslu af Daimler-Chrysler Cherokee (né þeim sem voru settir saman í Evrópu) en hef reynslu af þeim eldri.
Stóri bróðir átti 1986 árgerð af Cherokee með 2,8 lítra vélinni (og hún var víst með smurningsvandræði það árið) og hann fór yfir 200 mílur þrátt fyrir að lítið hafi verið hugsað um hann. Þegar honum var lagt þá var það ekki af því að hann væri orðinn ónýtur, hann fékk sér nýrri bíl og lagði þeim gamla. Vélin var samt vissulega farin að slappast.
Litli bróðir átti 1988 módel með 4,0 lítra vélinni. Hann var keyrður eitthvað álíka þegar hann seldi bílinn. Viðhald var ekki mikið. Þegar hann seldi hann þá var kominn tími á TPS skynjarann, það var búið að skipta um súrefnisskynjara og startara. Það var kominn tími til að kíkja á lakkið, en það er nú ekki skrítið með þetta gamlan bíl.
Ég á 1993 módel af Grand Cherokee Laredo með 4,0 lítra vél. Hann er kominn í um 140.000 mílur án vandkvæða. Það er ekkert viðhald og allt virkar.
Ég veit ekki hvort það skiptir máli en allir þessi bílar voru settir saman í Ameríku, hef ekki hugmynd um hvort bílarnir frá Austurríki séu lélegri.
Ég þekki helling af mönnum sem hafa keyrt þessa bíla heilan haug án vandræða.
Ég á þrjá ameríska (og hef átt nokkra japanska og einn sænskan) og það er mín reynsla að það sé miklu þægilegra að vinna við þá amerísku en þá japönsku (maður þarf að rífa þá í spað til að skipta um smáhluti).
JHG