Ef vitleysingarnir hjá ryðvarnastöðinni hafa þakið nærri því allann bílinn hjá þér í ryðvörn, eins og þeir gerðu hjá sumum (smá ýkjur, just go with it), þá skaltu skella þér í Bílanaust og biðja um silikon hreinsi frá Glasurit. Ég held að hann heiti Glasurit 541-30 eða 541-50, það stendur allavega á dósinni/brúsanum eitthvað á borð við “siliconfjerner” eða eitthvað slíkt. Eins og ég sagði biddu þá um silikonhreinsi eða silla.
Þetta efni leysir upp allt, ryðvörn lekur niður eins og vatn og þetta leysir upp silicon og allann andskotann. Mundu bara eftir að fá þér hanska, ekki nauðsynlet en pottþétt betra.
Við notum þetta á sprautuverkstæðinu og þetta er lygilegt efni, ég þreif meira að segja meira en 15 ára skammt að tjöru og drullu úr vélarsalnum á bílnum hjá mér með þ´vi einu að sulla silla yfir tusku, renna yfir og nudda smá og svo bara þurrka af.
But don´t tell anybody I told you, the government doesn´t want this info to get out to the public.
Bauski
“Og hana nú” sagði graða hænan.