Sæll, ég er núverandi eigandi af einum 626gt bíl, búinn að eiga hann í tæpa 8 mánuði núna minnir mig, hann hefur ekkert verið til vandræða, fyrir utan gírkassann, sem að var skipt um stuttu eftir að ég fékk hann, væntanlega síðasti kassinn á bílasölunni. Minn er keyrður eins og er tæpa 230.000 km, og eins og ég sagði, fyrir utan kassann, þá er ekki neitt að ráði að honum, vélin malar eins og kettlingur, fínn í akstri, frábær á þjóðvegum, þægilegustu sæti, gott pláss afturí og í skotti. Það er helst að athuga með leka í skotti, því að það var víst vandamál með afturljósin að þau leki í rigningu og snjókomu, en það er bara að fara með sílíkon í það.
Að þetta séu druslur fer líklegast bara eftir því hvernig hefur verið farið með hann, mitt eintak er ágætlega vel með farið fyrir utan ryðblettina í kringum hjólin og spoiler, sem að er víst galli hjá mözdu líka… Þeir hafa verið að keyra þessa bíla einhverja 500.000km úti í bandaríkjunum án mikilla vandræða fyrir utan tímareimaskipti og almennt viðhald.
Ég persónulega mæli með honum, ég er náttrúlega hlutdrægur, en þetta er mjög skemmtilegur bíll..
Til þess að lesa meira um þennan bíl, þá vísa ég á www.mx6.com, því að þessi bíll, það er að segja 626gt 88+ módelið er í raun 1st gen. mx6.<br><br>Vectro
“Women might be able to fake orgasms. But men can fake whole relationships.”