Sko við skulum byrja á því að segja það að ef þú getur ekki gert allt sjálfur, eða reddað því, ekki pæla meira í þessu. Þetta er töluvert mix, en bara gaman þegar í bílinn er komið. Ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um Volvo 240/740. Mótorinn kostar nú svosem bara eftir því hvað er í honum, en ég myndi nú bara segja 50þús(fyrir gamlan gangfæran mótor) og svo eiginlega bara uppúr, fyrir nýupptekinn mótor. Svo þarftu náttúrlega að gera upp við þig hvort þú vilt beinskipt eða sjálfskipt, ef þú ætlar í beinskipt þá myndi ég mæla með T-56 gírkassa. Ef sjálfskipting verður fyrir valinu þá skiptir nú litlu hvaða skiptingu þú notar…svo framarlega sem mótorinn sé ekki þeim mun kraftmeiri, ég persónulega myndi samt play safe og nota thm400 eða thm700. En já það getur verið töluvert möndl að koma þessu saman. Ég myndi ráðleggja þér að panta þér bók á Amazon.com um V8 conversion fyrir Volvo 240
Old Chevy's never die, they just go faster