Ekki sjálfur en hef þekki þó nokkra sem hafa prófað þá og þeim fannst menn ekki vera að fá mikið fyrir peninginn.
Ég hef einnig keyrt nokkra BMW með minni vélarnar (316 og 318) og var langt frá því að vera ánægður. Að mínu viti þá standa þessir BMW-ar ekki undir því orðspori sem BMW vill halda á lofti.
Ég sá einnig umfjöllun Top Gear um hann (þó ég taki ekki alltaf of mikið mark á þeim) og hún var ekki honum í hag. Ég man ekki betur en hann hafi verið 11 sekúndur í 100 km. Sem sagt langt frá þeirri ímynd sem BMW lifir á.
Þar sem að bíllinn er ekki ódýr, og er ekki að bjóða uppá meira en margir ódýrari bílar þá myndi ég velja annan bíl.
Ef hagkvæmni er málið myndi ég líklegast velja Mözdu dísel (sem hefur verið tekinn inní takmörkuðu magni) eða leita af öðrum litlum díselbíl. Einnig hefur Suzuki oft verið með eyðslugranna áreiðanlega bíla.
Ég myndi allavegana ekki blekkja sjálfan mig með því að ég væri að kaupa BMW með lítilli vél vegna hagkvæmni, því það tekur töluverðan tíma að vinna upp stofnkostnaðinn (hvort sem að miðað væri við fasta krónutölu eða núvirt virði stofnkostnaðar). Þegar aðrir bílar bjóða uppá allavegana jafn litla eyðslu (og jafnvel minni) þá vinnst stofnkostnaðurinn alls ekki upp.
En sjálfur er ég ekkert sérstaklega að leita af hagkvæmni (eins og sá sem að spurði), sá af mínum bílum sem er með minnstu vélina er með 4 lítra 6 strokka vél, hinir með töluvert stærri rokkum.
JHG