Ég skal reyna. Þar sem ég hef aðallega reynslu af chevrolet v8 vélum mun ég tala útfrá þeim.
Á V8 vélum liggur milliheadið á milli headanna ofan á vélinni. Milliheadið er í raun bara loftgöng frá blöndung/loftinntaki til hedda.
Þegar talað er um “ás” er vanalega verið að tala um Knastás. Knastásinn er stundum kallaður kambás vegna þess að á honum eru kambar, þegar ásinn snýst valda kambarnir því að ventlarnir opnast og lokast. staðsetning kambana og hæð þeirra á ásnum eru mikilvægt atriði í því að stjórna hvernig vélinn vinnur.
Nú reikna ég með því að þú hafir heyrt einhvern kallinn tala um að ætla að fá sér álmillihead og heitan ás til að auka afl vélarinnar. Kosturinn við að skipta gamla járn milliheadinnu út fyrir nýtt álmillihead er að álmilliheadið er léttara, og gefur yfirleitt betra loftflæði vegna betri hönnunar. Þ.e. loftflæðið er ekkert betra vegna þess að það er úr áli. Það eru bara held ég ekkert framleitt af nýjum járnmilliheadum lengur, nema fyri sérþarfir.
Aflaukning við að setja álmilliheadið eru nú yfirleitt ekki miklar, fer eftir hversu vel vélin er uppsett á öðrum sviðum. En oftast hefur það meira áhrif að skipta um knastás, þó ekki endilega alltaf góð áhrif. Þegar talað er um að setja heitan ás í er verið að tala um ás sem opnar ventla lengur og/eða meira. Mikil fræði liggja á bakvið hvaða ás hentar best hverri vél og notkun. Mjög algengt er að fólk kaupi óhentugan ás.
Jæja, þetta er orðið ágætt. Endilega spurja og leiðrétta ef þess er þörf.
Einar.