Well, svona að gamni þá fletti ég þessu upp:
13 grein:
<i>Skráningarmerki skulu vera úr 1,0-1,5 mm þykku áli. Grunnur skal vera með endurskini. Stafir, rönd á brúnum og flötur fyrir skoðunarmiða skulu vera upplyftir. Skráningarmerki af gerð A, B og D skulu hafa upplyftan flöt fyrir skjaldarmerki sveitarfélags eða sýslu, þó ekki skráningarmerki skv. 3. málsl. 1. mgr. 14. gr. sem þess í stað skulu hafa upplyftan tígullaga flöt.</i>
24 grein:
<i>Heimilt er að auðkenna skráð ökutæki með skjaldarmerki sveitarfélags eða sýslu á reit sem til þess er ætlaður á skráningarmerki og skal stærð merkis miðast við stærð reitsins. Skráningarstofa ákveður gerð merkjanna.</i>
Satt að segja er ég ekki viss… ég segi að þú megir setja hvað sem er þarna, það er hvergi tekið fram að það megi ekki setja önnur merki en sýslu/sveitarfélag þarna. Held að skoðunarmennirnir séu bara kynferðislega ófullnægðir og láti það bitna á kúnnunum :) Ég ætla að prófa þetta sjálfur, á tölvunördalímmiða sem passa þarna vel “Powered by FreeBSD” og sjá hvað þeir segja…
J.