Ég ætla nú ekki að fara að koma af stað einhverju stríði hérna en ég fíla þessa bíla bara alls ekki. Þessir bílar eru rallý tæki og ættu í rauninni bara að vera notaðir sem slíkir.
…það er sérstaklega eitt sem ég hata við þessa bíla og reyndar aðalega aðra…..hvað er eiginlega málið með þessi opnu púst, það er þvílíkur hávaði í þessu og síðan er þetta ógeðslega ljótt! Það er ekkert fáranlegra en að sjá einhverja bíla með 1.3, 1.6 o.s.frv. vélar með púst sem gæti verið undir vörubíl! Þetta er ekkert nema helvítis hávaðinn! Þeir sem eiga þetta eru alltaf að segja að þeir fá meira afl með þessu. Það er kannski 3-8hö sem að þeir græða á þessu, eitthvað sem maður tekur valla eftir. Þessir endakútar hljóta samt að vera dýrir.
Ég get bara endalaust pirrað mig á þessu! Það er líka bara svo findið að heyra í þessu frekjuhljóðin og síðan gerist ekkert þegar eigendur þessa bíla alveg botnstanda bílana sína!
Einn frændi minn á Corvettu með dual Borla kerfi og það heyrist ekki einu sinni svona mikið í henni og hún er 5,7Ltr!
Persónulega finnst mér langflottast að það heyrist sem minnst í bílnum en hann bókstaflega hverfi þegar honum er gefið inn!