þannig er mál með vexti að ég á heima í blokk þar sem að stæðaúrval nær rétt svo lagalegu lágmarki, með merktum stæðum fyrir hverja íbúð (18 stæði þar) og fimm stæðum fyrir gesti og annan eða þriðja bíl á heimilinu og það væri allt í lagi ef að við værum eina íbúðin með aukabíl, en neeeeiii…það eru allavegana þrjár íbúðir með aukabíla og þar af ein með tvo (eða þrjá samtals), svo þið sjáið það að stæðin hérna fyrir utan eru oft full, svo að þá leggur maður úti á gangstétt og reynir að fylgjast með þegar stæði losnar.
allavegana, þá kom ég heim klukkan eitt í nótt og ekkert stæði laust, svo ég legg uppi á gangstétt og fer svo bara að sofa, svo fer ég út um sex leitið í morgun og hvað haldiði, löggan búin að henda sektarmiða á mig, setti hann klukkan fimm mínútur í þrjú, og hefði fullkomlega getað séð það að bíllinn væri ekki fyrir neinum, þar sem enginn er á ferð á þessum tíma, og öll stæði full. en allavegana nennti ég ekkert að æsa mig yfir þessu en sagði mömmu frá þessu og það þyrfti að gera eitthvað í þessum stæðum og hún snappaði, að það þyrfti ekkert og maður ætti bara að leggja hérna í þaaaar næstu götu og ganga þetta, sem væri svo sem ekkert mál, nema að maður vill kannski geta lagt við húsið sitt en ekki þurfa að leggja við hús einhvers annars…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“