Eina sem kemur upp í kollinn á mér er ÁG upp á höfða en menn hafa misjafnar skoðanir á þeim. Það var einhver umræða um réttinga/sprautuverkstæðið þeirra hér á huga fyrir einhverju síðan.
Það er svo sem hægt að panta aukahluti í gegnum ÁG Mótorsport og láta svo einhvern annan sprauta þá og setja þá á fyrir mann. Hef sjálfur skipt við ÁG Mótorsport og fékk úrvals góða þjónustu þar á bæ.
Tómstundahúsið er með eitthvað af hlutum, veit ekki hvað mikið.
Engin nýsmíði lengur eftir að Impetus hætti og því verður maður að browsa í gegnum cataloga á þessum stöðum ætli maður sér að fara út í breytingar.
Svo eru umboðin náttulega með eitthvað af aukahlutum fyrir sínar bílategundir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..