Þéttir breytir ekki riðstraumi í jafnstraum. Ef þú ætlar að breyta riðstraum í jafnstraum, þá notarðu díóður.
Hins vegar, þá eru þéttar notaðir til að eyða suði í jafnstraumi. Þar sem það kemur mismikill straumur í gegnum díóðurnar í afriðlinum, þá eru hafðir þéttar þar fyrir aftan, til að jafna álagið. Það er þéttirinn er eins konar forðabúr, sem tekur til sín straum þegar álagið er lítið á rafkerfið, en lætur frá sér straum þegar álagið er mikið.
Kveðja habe.